Tjaldsvæðið við Heiðarbæ er staðsett á milli Húsavíkur og Mývatns á vegi 87. Tjaldsvæðið er fullkomlega staðsett fyrir þá sem vilja skoða austasta hluta norðausturhorns Íslands í afslöppuðu og fallegu umhverfi. Heiðarbær er staðsettur stutt frá mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins: Mývatni, Goðafossi, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrum og Laxá í Aðaldal. Sundlaug með heitum potti er opin (júní – september) alla daga frá 11:00 til 22:00, fyrir utan september, þá eru opnunartímarnir breyttir og er opið frá 17:00 til 21:00. Ókeypis er að nota sturturnar frá klukkan 07:30 - 22:00 alla daga til lokunnar sem er 10. september fyrir viðskiptavini Heiðarbæjar. Salerni eru opin allan sólarhringinn og sömuleiðis setustofan sem er á hægri hönd þegar þú kemur inn í Heiðarbæ. Veitingasalan er opin frá klukkan 11:30 til 21:00, skoðið matseðilinn í "Matseðill" glugganum. 

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram
unnamed (1).png

Heimilisfang

Heiðarbær sundlaug,
Reykjahverfi (Kísilvegur, road 87), 
641 Húsavík